Erlent

Norðmenn fagna þjóðhátíðardegi sínum

Norðmenn héldu þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan í dag, 17. maí. Á þessum degi árið 1814 lýsti Noregur yfir sjálfstæði sínu frá Dönum og stjórnarskrá landsins var undirrituð. Dagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land.

Í morgun heilsaði Hákon krónprins og fjölskylda hans vegfarendum við heimili þeirra að Skaugum, skammt frá höfuðborginni Ósló. Mette-Marit krónprinssessa stóð við hlið manns síns, íklædd þjóðbúningi. Börn þeirra Ingiríður Alexandra og Sverrir Magnús voru einnig viðstödd, svo og Maríus, sonur Mette-Marit frá fyrra hjónabandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×