Erlent

22 fórust í skotbardaga í Mexíkó

Blóðugur skotbardagi átti sér stað í Mexíkó í gær og létu 22 lífið. Hann er sá stærsti síðan að stjórnvöld hófu átak gegn eiturlyfjasölum fyrir fimm mánuðum síðan. Átökin hófust þegar lögreglan í Mexíkó, með stuðningi hermanna, réðust inn á búgarð þar sem allt að 50 vopnaðir vígamenn höfðust við.

Vígamennirnir héldu þar lögreglumönnum og almennum borgurum sem hafði verið rænt daginn áður. Átökin stóðu yfir í fimm klukkustundir og í þeim sagðist lögreglan hafa skotið 15 vígamenn til bana. Afgangurinn af þeim flúði búgarðinn en nú stendur yfir leit í nágrenni hans. Fimm lögreglumenn og tveir almennir borgarar létu lífið í átökunum. Fleiri en 900 manns hafa látið lífið í átökum eiturlyfjahringja það sem af er ári í Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×