Erlent

Stjórnarandstaðan í Tyrklandi sameinast

Tveir stjórnarandstöðuflokkar í Tyrklandi hafa sameinast um framboð í þingkosningum sem fara fram í landinu þann 22. júlí. Kosningunum var flýtt þar sem ekki náðist samkomulag um forseta landsins.

Stjórnarandstöðuflokkarnir, sem aðhyllast aðskilnað ríkis og trúar, vilja meina að stjórnarflokkurinn AK ætli sér að reyna að sameina trú og ríki en Tyrkland var byggt á veraldlegum lýðræðisgrundvelli. Margar kröfugöngur hafa farið fram í Tyrklandi þar sem þess er krafist að aðskilnaður trúar og ríkis haldist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×