Erlent

Stéttarfélög í Nígeríu boða til verkfalls

Stéttarfélög í Nígeríu hafa boðað til tveggja daga verkfalls daganna 28. til 29. maí til þess að mótmæla framkvæmd forsetakosninga sem haldnar voru í landinu þann 21. apríl síðastliðinn. Framkvæmdastjóri stéttarfélaga skýrði frá þessu í dag.

John Kolawale sagði að verkfallið myndi ekki hafa áhrif á olíuframleiðslu í landinu en það er áttundi stærsti útflutningsaðili hráolíu í heiminum. Verkfallið verður á sama tíma og nýr forseti verður settur í embætti.

Erlendir eftirlitsmenn gagnrýndu framkvæmd kosninganna harkalega og sögðu þær ekki hafa staðist kröfur sem gerðar eru til frjálsra kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×