Erlent

Ísraelar gerðu loftárásir á Gaza

Ísraelski herinn gerði í morgun loftárásir á Gaza. Fólk sem býr í nágrenni við húsið sem ráðist var sagði að Hamas samtökin hefðu þar aðstöðu. Talsmaður ísraelska hersins staðfesti árásina við fjölmiðla. Þá ákærðu yfirvöld í Ísrael í  morgun Palestínumann fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.

Maðurinn heitir Musab Bashir og er 25 ára. Í ákærunni kemur þó fram að hann hafi hætt við áform sín eftir að hafa ákvarðað að Olmert væri of vel gætt. Hann vann fyrir samtökin Læknar án landamæra og fékk þess vegna vegabréfsáritun til Ísraels. Bashir fékk þjálfun hjá Frelsissamtökum Palestínu (Popular Front for the Liberation of Palestine) en samtökin myrtu ísraelska ráðherrann Rehavam Zeevi árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×