Erlent

Kosið til þings í Alsír

Forseti Alsír, Abdelaziz Bouteflika, sést hér kjósa í morgun.
Forseti Alsír, Abdelaziz Bouteflika, sést hér kjósa í morgun. MYND/AFP

Þingkosningar fara fram í Alsír í dag. Talið er líklegt að stjórnin sem nú er við völd haldi meirihluta. Hún samanstendur af flokknum sem barðist fyrir sjálfstæði landsins, FLN, lýðræðisflokknum RND og hófsömum íslömskum flokki, MSP. Einum stærsta flokk landsins er þó bannað að bjóða fram en það er flokkur róttækra múslima.

Aðeins er mánuður síðan hópar tengdir al-Kaída gerðu sprengjuárásir víða í landinu. Þeir hafa einnig hótað árásum í kringum kosningarnar. Kosningarnar eru þær þriðju sem haldnar eru í síðan uppreisn múslima braust út árið 1992 eftir að herinn ógilti úrslit kosninga sem flokkur róttækra múslima hefði unnið. Allt að 200.000 manns hafa látið lífið síðan þá. Ofbeldið hefur þó minnkað stórlega undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×