Erlent

Blása af kenningu um ísöld í N-Evrópu

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/Jón Páll Ásgeirsson

Loftslagsfræðingar sem óttast hafa að hlýnun loftslags gæti haft þau þverstæðu áhrif að loftslag í Norðvestur Evrópu yrði kaldara, eru nú hættir að hafa áhyggjur af því. Á tímabili var því haldið fram að möguleiki væri á lítill ísöld á svæðinu. Sú kenning hefur tekið bólfestu í huga almennings segir í New York Times í dag.

Um árabil hafa vísindamenn trúað að Norður-Atlantshafsstraumurinn, sem er framlenging af Golfstraumnum, myndi hverfa.

Straumurinn flytur heitan sjó norður eftir Atlantshafi. Án straumsins myndi norðurhluti austurstrandar Bandaríkjanna finna fyrir auknum kulda.

Áhrifin yrðu þó meiri í Evrópu þar sem stórar borgir liggi norðarlega. Bretland, Norður-Frakkland, Benelux löndin, Danmörk og Noregur yrðu samkvæmt kenningunni fyrir barðinu á mini-ísöldinni. Aðrir heimshlutar yrðu fyrir mikilli hitaaukningu.

Kenningin hefur sem sagt verið blásin af. Norður-Evrópa hlýnar í samræmi við aðra heimshluta þrátt fyrir spárnar. Og hún mun að öllum líkindum halda því áfram í takt við þróun gróðurhúsaáhrifa annars staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×