Erlent

Stjórnarskrá ESB er brýnt verkefni

Leiðtogarnir tveir á blaðamannafundinum í Berlín í dag.
Leiðtogarnir tveir á blaðamannafundinum í Berlín í dag. MYND/AFP

Nicolas Sarkosy forseti Frakklands sagði í dag að brýnt væri að koma Evrópusambandinu úr stjórnarskrárlegri „lömun." Ummælin lét hann falla á fundi með Angelu Merkel kanslara Þýskalands í Berlín. Þjóðverjar fara með formennsku í Evrópusambandinu og G8 hópnum.

Angela Merkel þakkaði Sarkozy fyrir að heimsækja landið á fyrsta degi í embætti forseta. Hún sagði að fundurinn væri tákn um að báðar þjóðir vildu treysta vináttuna milli landanna.

Sarkosy var fagnað af þýska hernum við komuna til Berlínar. Á sameiginlegum blaðamannafundi með Merkel sagði Sarkosy sögulegt samband þjóðanna tveggja heilagt og að strax yrði að hefja vinnu við að leysa vandamál tengd stjórnarskrá Evrópusambandsins.

Mikil óvissa skapaðist þegar Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrár-samkomulagi ESB árið 2005. Merkel er mikið í mun að nútímavæða uppbyggingu sambandsins.

Sarkosy hefur sagst vilja að franska stjórnin staðfesti einfalt samkomulag eins fljótt og mögulegt er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×