Erlent

Litla hafmeyjan máluð rauð

Litla hafmeyjan eldrauð í framan.
Litla hafmeyjan eldrauð í framan. MYND/AP

Enn einu sinni hefur Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Þegar menn fóru á stjá í gær sáu þeir að rauðri málningu hafði verið slett á andlit, brjóst og kjöltu þessa frægasta kennileiti borgarinnar. Við hlið styttunnar hafði verið komið fyrir litlu skilti sem á stóð "av!" sem á íslensku myndi útleggjast "Á!". Lögregla hefur enga hugmynd um hver stóð fyrir þessum gjörningi eða hvort hann tengist óeirðunum í Kristjaníu undanfarna daga. Hafmeyjan var máluð bleik fyrr á þessu ári og fyrir fjórum árum var hún sprengd í loft upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×