Nauðguðu, pyntuðu og myrtu heila fjölskyldu Óli Tynes skrifar 16. maí 2007 14:08 Dalítar búa í hreysum. Þeir eru umsvifalaust myrtir ef þeir sækja í betri hverfi. Íbúar í smábænum Kherlani á Indlandi urðu svo reiðir þegar lágstéttarfjölskylda keypti sér lóð í bænum að þeir réðust á heimili hennar. Þeir nauðguðu, misþyrmdu og myrtu alla sem þeir náðu í. Þetta gerðist í september á síðasta ári, en málið er fyrst nú komið fram í dagsljósið. Í Bhotmange fjölskyldunni voru hjón, 17 ára dóttir og tveir synir 21 og 23 ára. Yfir 100 mann réðust á heimilið. Hinum 48 ára gamla föður tókst að fela sig og mátti hlýða á ópin og veinin meðan hver maðurinn af öðrum nauðgaði konu hans og dóttur. Þeim var jafnframt misþyrmt og þær svo myrtar. Synirnir voru barðir í hel með keðjum og öxum eftir að kynfærum þeirra hafði verið misþyrmt og andlit þeirra afskræmd. Líkunum var kastað utan við bæinn. Bæjarbúar komu svo saman og sammæltust um að aldrei yrði minnst á þennan atburð. Bæði faðirinn og vinir fjölskyldunnar kærðu málið til lögreglu, sem sendi menn á vettvang. Þeir trúðu ekki fásögninni og aðhöfðust ekkert. Það var ekki fyrr en líkin fundust að skriður komst á málið. Lögreglumönnunum var vikið úr starfi. Yfirvöld buðu eiginmanninum bætur sem hann neitaði að þiggja. Bhotamange fjölskyldan var af stétt dalíta, sem kallaðir eru hinir stéttlausu á Indlandi. Þeir eru 167 milljónir talsins en njóta engra mannréttinda. Hópur dalíta hefur nú tekið sig saman um að kynna stöðu sína á netinu, í von um að eitthvað gerist. Erlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Íbúar í smábænum Kherlani á Indlandi urðu svo reiðir þegar lágstéttarfjölskylda keypti sér lóð í bænum að þeir réðust á heimili hennar. Þeir nauðguðu, misþyrmdu og myrtu alla sem þeir náðu í. Þetta gerðist í september á síðasta ári, en málið er fyrst nú komið fram í dagsljósið. Í Bhotmange fjölskyldunni voru hjón, 17 ára dóttir og tveir synir 21 og 23 ára. Yfir 100 mann réðust á heimilið. Hinum 48 ára gamla föður tókst að fela sig og mátti hlýða á ópin og veinin meðan hver maðurinn af öðrum nauðgaði konu hans og dóttur. Þeim var jafnframt misþyrmt og þær svo myrtar. Synirnir voru barðir í hel með keðjum og öxum eftir að kynfærum þeirra hafði verið misþyrmt og andlit þeirra afskræmd. Líkunum var kastað utan við bæinn. Bæjarbúar komu svo saman og sammæltust um að aldrei yrði minnst á þennan atburð. Bæði faðirinn og vinir fjölskyldunnar kærðu málið til lögreglu, sem sendi menn á vettvang. Þeir trúðu ekki fásögninni og aðhöfðust ekkert. Það var ekki fyrr en líkin fundust að skriður komst á málið. Lögreglumönnunum var vikið úr starfi. Yfirvöld buðu eiginmanninum bætur sem hann neitaði að þiggja. Bhotamange fjölskyldan var af stétt dalíta, sem kallaðir eru hinir stéttlausu á Indlandi. Þeir eru 167 milljónir talsins en njóta engra mannréttinda. Hópur dalíta hefur nú tekið sig saman um að kynna stöðu sína á netinu, í von um að eitthvað gerist.
Erlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira