Erlent

Skapadægur Wolfowitz nálgast

Paul Wolfowitz, þungur á brún.
Paul Wolfowitz, þungur á brún. MYND/AP

Búist er við að framtíð Pauls Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans, ráðist á fundi stjórnar bankans síðar í dag. Wolfowitz hefur legið undir miklu ámæli fyrir að hygla ástkonu sinni sem vinnur við bankann og hefur þrýstingur á bankastjórnina farið sívaxandi um að segja honum upp störfum. Wolfowitz flutti stjórninni varnarræðu sína í gærkvöldi þar sem varaði hana við að segja sér upp, slíkt gæti skaðað bankann og skjólstæðinga hans. Stjórnvöld í Washington halda hlífiskildi yfir Wolfowitz en hefð er fyrir því að Bandaríkjamenn skipi bankastjóra Alþjóðabankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×