Erlent

Bandaríkin verja Wolfowitz

Paul Wolfowitz, bankastjóri Alþjóðabankans.
Paul Wolfowitz, bankastjóri Alþjóðabankans.

Bandaríkjamenn hafa tekið upp hanskann fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Hann á mjög undir högg að sækja eftir að upp komst að hann hafði hyglað ástkonu sinni sem starfar hjá bankan um. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins viðurkenndi í dag að Wolfowitz hefði gert mistök, en þau væru ekki svo alvarleg að ástæða væri til þess að reka hann úr starfi.

Wolfowitz er einn af þekktari haukunum í Washington og hefur gegnt háum embættum í ríkisstjórnum beggja Bush-feðganna. Hann var meðal annars aðstoðarutanríkisráðherra, sendiherra og aðstoðarvarnarmálaráðherra.

Hann var einn af helstu arkitektum innrásarinnar í Írak og hefur alla tíð lagt á það áherslu að Bandaríkin noti herafla sinn til þess að koma fram sínum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×