Erlent

Hættu þessu bulli Vladimir

Óli Tynes skrifar

Bandaríkin munu ekki leyfa Rússum að beita neinskonar neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að eldflaugaskjöldur verði byggður í Evrópu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra, sagði þetta í Molskvu í dag eftir fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Rice segir að það sé hlægilegt að halda því fram að Rússum stafi hætta af skildinum.

Ætlan Bandaríkjamanna er að setja upp ratsjárstöð í Tékklandi og tíu eldflaugar í Póllandi. Eldflaugunum er ætlað að skjóta niður öðrum eldflaugum sem hugsanlega yrði skotið frá Íran eða Norður-Kóreu.

Rice segir að Rússar eigi þúsundir eldflauga og að það sé engin glóra í að halda því fram að þeim stafi hætta af tíu loftvarnaeldflaugum í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×