Erlent

Hamas og Fatah semja um vopnahlé

Stríðandi fylkingar Hamas og Fatah hafa náð samkomulagi um vopnahlé. Fylkingarnar höfðu barist í tvo daga og átökin höfðu leitt níu manns til dauða. 30 særðust í þeim en þau eru þau mestu síðan í febrúar síðastliðnum. Palestínska heimastjórnin beitti herafli til þess að reyna að binda endi á bardaganna en allt kom fyrir ekki.

Innanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar sagði af sér í gær vegna átakanna. Fylkingarnar tvær náðu síðan samkomulagi um vopnahlé seint í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×