Erlent

Segja Wolfowitz hafa brotið lög bankans

Jónas Haraldsson skrifar
Paul Wolfowitz, forseti Alþjóðabankans.
Paul Wolfowitz, forseti Alþjóðabankans. MYND/AFP
Nefnd framkvæmdastjóra Alþjóðabankans sagði í skýrslu sem út kom í dag að Paul wolfowitz, forseti bankans, hefði gert brotlegur við lög hans þegar hann veitti kærustu sinni umtalsverða launahækkun.

Nefndin sagði að stjórn bankans ætti að íhuga hvort að Wolfowitz væri enn fær um að veita bankanum forystu. Hann mun koma fyrir stjórn bankans síðar í dag. Hún hefur vald til þess að víkja honum úr embætti, veita honum áminningu eða lýsa yfir vantrausti á hann.

Í ummælum sem nefndin lét hafa eftir sér í gær sagði að Wolfowitz hefði skapað hagsmunaárekstur með gjörðum sínum. Hún sagði að hann hefði brotið gegn reglum bankans og ákvæðum ráðningarsamnings síns. Talsmaður bandaríska fjármálaráðuneytisins sagði þó stuttu seinna að þetta væru ekki nógar sakir til þess að víkja Wolfowitz úr embætti. Engu að síður er útlitið ekki gott fyrir forseta Alþjóðabankans.

Wolfowtiz hjálpaði kærustu sinni að fá betri stöðu og hærri laun innan Alþjóðabankans. Fjölmargir, þar á meðal starfsmenn bankans, hafa sagt að hann ætti að segja af sér. Bandarískir embættismenn styðja dyggilega á bakið við á honum en evrópskir embættismenn, sem gegna lykilstöðum í stjórn bankans, eru ekki jafn ánægðir með hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×