Erlent

Æ, nei -hola í höggi

Óli Tynes skrifar
Það getur verið dýrt spaug að fara holu í höggi.
Það getur verið dýrt spaug að fara holu í höggi.

Það er auðvitað draumur allra golfara að fara holu í höggi. En það getur verið dýrt spaug í stórum klúbbi. Það er nefnilega hefð fyrir því að þeir sem fara holu í höggi verða bjóða drykk á línuna. Í mörgum klúbbum er lögð svo mikil áhersla á þetta að þar er neyðarskápur úr gleri sem hægt er að brjóta til að ná þar í viskíflösku, ef svo óheppilega vill til að holan er farin utan opnunartíma.

Í Danmörku eru um 165.000 golfspilarar og um 1000 þeirra fara holu í höggi á ári hverju. Með tilheyrandi kostnaði.

Í Danmörku og raunar víðar geta menn tryggt sig fyrir holu í göggi. Árgjaldið er 3000 krónur og gegn því er tryggingafélagið skuldbundið til þess að greiða kostnaðinn ef tryggingataki nær hinu langþráða marki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×