Erlent

Eldar loga og blóðug slagsmál í Kristjaníu

Eldar loga í götuvígjum í Kristjaníu.
Eldar loga í götuvígjum í Kristjaníu. MYND/Nyhedsavisen

Eldar loga á götum fríríkisins Kristjaníu í Kaupmannahöfn og lögreglan á í blóðugum slagsmálum við íbúana. Átökin hófust þegar lögreglan fór inn í Kristjaníu til þess að rýma hús sem átti að rífia. Skólar í grennd við fríríkið hafa hvatt foreldra til þess að sækja börn sín hið fyrsta.

Hundruð stuðningsmanna streyma nú til Kristjaníu til þess að slást við lögregluna. Sögusagnir eru á kreiki um að þetta sé aðeins byrjunin; ætlunin sé að rýma og rífa fleiri hús. Því vísar lögreglan á bug. Mótmælendur hafa reist götuvígi sem svo var kveikt í, og svartir reykbólstraar stíga upp frá hverfinu.

Þrátt fyrir árásir tókst lögreglunni að verja verkamenn sem rifu húsið. Þeir gátu lokið því verkefni. Hinsvegar er ekki hægt að flytja brakið burt að sinni þar sem mótmælendur eyðilögðu flutningabíl sem átti að ferja það.

Lögreglan hefur beitt táragasi og kylfum í bardögunum og verið er að senda liðsauka á staðinn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×