Erlent

Sprengjuárás í tyrkneskum hafnarbæ

Guðjón Helgason skrifar

15 særðust, þar af 2 lífshættulega, þegar sprengja sprakk á fjölförnu markaðstorgi í hafnarbænum Izmír, þriðju stærstu borg Tyrklands, í morgun. Mótmælafundur stjórnarandstæðinga er fyrirhugaður þar á morgun. Mikil spenna er í Tyrklandi vegna deilan um val á forseta. Kosið er til tyrkneska þingsins í júlí.

Að sögn lögreglu var sprengjan fest við reiðhjól sem var skilið eftir á staðnum. Flestir þeirra sem særðust eru sölumenn sem vinna á torginu. Engin samtök hafa lýst sprengjuárásinni á hendur sér. Borgarstjórinn í Izmir segir ekkert benda til þess að hún tengist mótmælafundinum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×