Erlent

Grænlenskur bær settur í þurrkví

Óli Tynes skrifar
Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi.

Grænlenska  landstjórnin hefur lokað fyrir allar vínveitingar og áfengissölu í bænum Quaanaaq. Það erdönsk kennslukona sem stendur á bakvið þessá ákvörðun. Karen Littauer hefur nýlokið við að halda þriggja mánaða námskeið fyrir börn og unglinga í Quaanaaq. Henni var brugðið við áfengisneyslu íbúanna, og fór með málið í fjölmiðla.

Grænlenska  landstjórnin hefur í símtali við danska ríkisútvarpið staðfest að áfengisbann hafi verið sett í bænum. Hún boðar fréttatilkynningu um málið síðar í dag. Óhófleg áfengisdrykkja hefur lengi verið eitt mesta þjóðfélagsböl Grænlendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×