Erlent

Fagna umbótaríkisstjórn í Serbíu

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Höfuðstöðvar Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel.
Höfuðstöðvar Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. MYND/Reuters

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnar þreifingum Serba að mynda umbótaríkisstjórn í landinu sem er fylgjandi Evrópu. Framkvæmdastjórnin gaf í skyn möguleika á að taka strax aftur upp viðræður við slíka stjórn. Yfirlýsing þess efnis var gefin út í kjölfar óstaðfestra frétta í serbnesku sjónvarpi.

Þær sögðu að Vojislav Kostunica forsætisráðherra Serba og forsetinn Boris Tadic hefðu komist að samkomulagi um samsteypustjórn eftir deilur sem hafa staðið í nokkra mánuði. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar sagði að með myndun ríkisstjórnarinnar yrði viðræðum um inngöngu Serbíu í Evrópu líklega haldið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×