Erlent

Forseti Tyrklands verður kosinn í þjóðaratkvæðagreiðslu

Jónas Haraldsson skrifar
Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, greiðir hér atkvæði í dag.
Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, greiðir hér atkvæði í dag. MYND/AFP
Tyrkneska þingið samþykkti í dag breytingar á stjórnarskrá landsins í þá átt að forsetinn verði kosinn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hingað til hefur þingið kosið forsetann.

Meira en tveir þriðju hluta þingmanna studdu breytingatillögurnar sem að stjórnarflokkurinn AK lagði til. Ákveðið var að leggja frumvarpið fram eftir að þinginu tókst ekki að kjósa nýjan forseta. Forseti landsins, sem er hlynntur aðskilnaði trúar og ríkis, gæti þó enn beitt neitunarvaldi gegn frumvarpinu.

Í því var einnig kveðið á um að forseti landsins gæti setið í tvö kjörtímabil, sem yrðu fimm ár hvort. Sem stendur getur forseti aðeins setið í sjö ár og á ekki kost á því að bjóða sig fram að nýju.

Tyrkneski herinn, sem hefur framið fjögur valdarán á síðustu 46 árum, hefur sagt að hann mundi standa vörð um lýðræðislegar hefðir landsins. Ríkið hefur hingað til verið alveg aðskilið trúmálum en stjórnarandstæðingar og herinn óttuðust að forsetaefni AK flokksins myndi breyta því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×