Erlent

Sögurlegur fundur Ísraela og Araba

Óli Tynes skrifar
Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels.
Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels.

Ísraelskur utanríkisráðherra átti í dag fund með arabiskum ráðherrum sem hafa umboð frá Arababandalaginu. Það er í fyrsta skipti síðan slíkt gerist frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Utanríkisráðherrar Egyptalands og Jórdaníu funduðu í Kaíró í dag með Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels.

Tilgangurinn með fundinum var að útskýra nánar fyrir Livni tillögu sem arabaríkin lögðu fyrst fram árið 2002. Það felur meðal annars í sér að öll ríki arababandalagsins taki upp stjórnmálasamband við Ísrael, gegn því að Ísraelar hverfi aftur til landamæranna frá 1967.

Í upphaflegu tillögunni var gert ráð fyrir að Palestínumenn sem hefðu flúið Ísrael fengju að snúa aftur til síns heima. Því hefur verið breytt í að þeir fái eðlilegar bætur. Fleiri tilslakanir hafa einnig verið gerðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×