Erlent

Fá rafmagn í fjóra tíma á dag

Almenningur í Zimbabwe mun aðeins fá rafmagn í fjórar klukkustundir í dag. Ákvörðunin tók gildi í dag og verður í gildi næstu þrjá mánuðina. Með þessu aðgerðum eru stjórnvöld að reyna að gefa kornbóndum í landinu orku til þess að knýja vatnsúðunarkerfi en þau eru nauðsynleg svo að ekki verði uppsprettubrestur í landinu.

Talið er að fólk muni aðeins hafa rafmagn á milli fimm á daginn og níu á kvöldin. Mikill skortur er á eldsneyti og matvælum í landinu vegna óðaverðbólgu en hún náði rúmlega 2.200 prósentum í mars síðastliðnum.

Gagnrýnendur stjórnvalda segja forseta landsins, Robert Mugabe, vera að eyðileggja efnahag þess aðeins til þess að geta haldið völdum lengur. Stjórnvöld segja hins vegar að kreppan sé tilkomin vegna refsiaðgerðra alþjóðasamfélagsins. Einnig segja þau að þurrkar hafi neytt þau til þeirra aðgerða sem þau gripu til núna.

Búist er við því að verð á eldivið og kertum eigi eftir að hækka vegna skömmtunar á rafmagni. Íbúar segja verðið á þeim vörum þó þegar vera frekar hátt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×