Erlent

Von á Norður-Írlandi

Guðjón Helgason skrifar

Ný heimastjórn tók við völdum á Norður-Írlandi í dag þegar svarnir andstæðingar sóru embættiseiða. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórn í héraðinu var leyst upp vegna njósnahneykslis. Sambandssinnar og mótmælendur eru vongóðir um að stjórnin haldi í þetta sinn.

Ráðamenn á Norður-Írlandi segja nýjan kafla hafinn í sögu héraðsins. Þrjú þúsund og sjö hundruð manns hafa týnt lífi í átökum sambandssinna og mótmælenda þar síðustu áratugi en nú taka þessi fornu fjendur aftur upp samstarf í nýrri heimastjórn.

Tæp fimm ár eru frá því að lögregla réðs inn á þingskrifstofu Sinn Fein, stjórnmálaarms Írska lýðveldishersins, í þinghúsinu í Stormont-kastala í Belfast. Ásakanir um njósnir IRA komu fram. Heimastjórn var leyst upp og völd á Norður-Írlandi færð undir ráðherra í Lundúnum.

Samið var um skipan nýrrar stjórnar í lok mars, skömmu áður en frestur breskra stjórnvalda til þess átti að renna út.

Forvígismenn sambandssinna og mótmælenda sóru síðan embættiseiða í dag.

Þá var efnt til hátíðlegrar athafnar í þinghúsinu þar sem Tony Blair, forsætisráðherra Breta, var viðstaddur ásamt Bertie Ahern, starfsbróður síns á Írlandi. Í ávarpi við það tækifæri sagðist Paisley en sami sambandssinninn. Hins vegar væri verið að leggja fram yfirlýsingu sem miðaði að því að byggja Norður-Írland þar sem allir gætu búið saman í friði, jafnir gagnvart lögum.

Martin McGuinness sagði heimastjórnina þurfa stuðning íbúa í héraðinu. Áfram yrði að vera hægt að treysta á þann stuðning svo hægt yrði að fara frá klofningi og ósætti.

En þrátt fyrir yfirlýsingar dagsins sáu viðstaddir að enn er grunnt á því góða hjá leiðtogum fylkinganna. Paisley og McGuinness tókust ekki í hendur að athöfn lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×