Englandsdrottning í Hvíta húsinu Guðjón Helgason skrifar 8. maí 2007 13:00 Það voru prúðbúnir gestir sem settust til borðs þegar stórveisla var haldin í Hvíta húsinu í Washington í gær. Heiðursgesturinn var Elísabet Englandsdrottning. Slegist hafði verið um hvert sæti við veisluborðin enda vildu margir mætir Bandaríkjamenn blanda geði við drottninguna. Elísabet Englandsdrottning kom til Bandaríkjanna fyrir liðna helgi og heimsótti þá Jamestown í Virginíuríki. Þar tók hún þátt í hátíðarhöldum vegna þess að fjórar aldir eru liðnar frá varanlegu landnámi Breta þar. Jamestown er sagður fyrsti varanlegi bústaður Breta í Bandaríkjunum þó aðrir fræðimenn vilji meina að það hafi verið Plymouth í Massachusets þrettán árum síðar. Frá Jamestown hélt drottning til Louisville í Kentucky þar sem hún fylgdist með árlegum veðreiðum sem eru vel þekktar. Mun hún lengi hafa stefnt að því að fylgjast með þeim enda áhugamanneskja um hestaíþróttir. Það var svo í gær sem drottning kom til Washington og var vel fagnað á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið þar sem hún og Bush Bandaríkjaforseti ræddu við blaðamenn. Það var svo í gærkvöldi sem blásið var til veislu í Hvíta húsinu. Þá var í fyrsta sinn í valda tíð Bush forseta gerð krafa um kjól og hvítt á slíkri samkomu. Hundrað þrjátíu og fjórir settust til borðs í veislunni og meðal gesta voru bandarískir ráðamenn, sendiherrar og viðskiptajöfrar. Stórstjörnur voru ekki margar en meðal gesta voru þó fiðlusnillingurinn Itzhak Perlman, golfkappinn Arnold Palmer og knapinn Calvin Borel sem sigraði í Kentucky veðreiðunum nokkrum dögum áður og var drottningin ólm að heilsa honum. Þetta er fimmta heimsókn Elísabetar drottningar til Bandaríkjanna síðan hún tók við völdum fyrir rúmri hálfri öld. Síðast kom hún í opinbera heimsókn árið 1991 og þá tók George Bush eldri, þáverandi forseti, á móti henni. Í ræðu sinni við kvöldverðarborðið í gær gerði hún ástandið í Írak og Afganistan að umtalsefni og einnig loftslagsmál. Hún sagði mörg ljón í veginum að friðvænlegri heimi og mikilvægt að ríkin tvö, Bretland og Bandaríkin, tryggðu áfram gott samstarf sín í milli. Erlent Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Það voru prúðbúnir gestir sem settust til borðs þegar stórveisla var haldin í Hvíta húsinu í Washington í gær. Heiðursgesturinn var Elísabet Englandsdrottning. Slegist hafði verið um hvert sæti við veisluborðin enda vildu margir mætir Bandaríkjamenn blanda geði við drottninguna. Elísabet Englandsdrottning kom til Bandaríkjanna fyrir liðna helgi og heimsótti þá Jamestown í Virginíuríki. Þar tók hún þátt í hátíðarhöldum vegna þess að fjórar aldir eru liðnar frá varanlegu landnámi Breta þar. Jamestown er sagður fyrsti varanlegi bústaður Breta í Bandaríkjunum þó aðrir fræðimenn vilji meina að það hafi verið Plymouth í Massachusets þrettán árum síðar. Frá Jamestown hélt drottning til Louisville í Kentucky þar sem hún fylgdist með árlegum veðreiðum sem eru vel þekktar. Mun hún lengi hafa stefnt að því að fylgjast með þeim enda áhugamanneskja um hestaíþróttir. Það var svo í gær sem drottning kom til Washington og var vel fagnað á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið þar sem hún og Bush Bandaríkjaforseti ræddu við blaðamenn. Það var svo í gærkvöldi sem blásið var til veislu í Hvíta húsinu. Þá var í fyrsta sinn í valda tíð Bush forseta gerð krafa um kjól og hvítt á slíkri samkomu. Hundrað þrjátíu og fjórir settust til borðs í veislunni og meðal gesta voru bandarískir ráðamenn, sendiherrar og viðskiptajöfrar. Stórstjörnur voru ekki margar en meðal gesta voru þó fiðlusnillingurinn Itzhak Perlman, golfkappinn Arnold Palmer og knapinn Calvin Borel sem sigraði í Kentucky veðreiðunum nokkrum dögum áður og var drottningin ólm að heilsa honum. Þetta er fimmta heimsókn Elísabetar drottningar til Bandaríkjanna síðan hún tók við völdum fyrir rúmri hálfri öld. Síðast kom hún í opinbera heimsókn árið 1991 og þá tók George Bush eldri, þáverandi forseti, á móti henni. Í ræðu sinni við kvöldverðarborðið í gær gerði hún ástandið í Írak og Afganistan að umtalsefni og einnig loftslagsmál. Hún sagði mörg ljón í veginum að friðvænlegri heimi og mikilvægt að ríkin tvö, Bretland og Bandaríkin, tryggðu áfram gott samstarf sín í milli.
Erlent Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira