Erlent

Fillon hugsanlega næsti forsætisráðherra Frakklands

Francois Fillon verður næsti forsætisráðherra Frakklands ef marka má frétt Financial Times í kvöld.
Francois Fillon verður næsti forsætisráðherra Frakklands ef marka má frétt Financial Times í kvöld. MYND/AFP

Nicolas Sarkozy mun velja Francois Fillon, náinn aðstoðarmann sinn og fyrrum menntamálaráðherra, sem forsætisráðherra sinn. Með þeirri skipan ætlar hann sér að lægja öldurnar í Frakklandi en óeirðir brutust út í París þegar ljóst varð að Sarkozy yrði næsti forseti landsins.

Sósíalistar í Frakklandi kunna best við Fillon af stuðningsmönnum Sarkozys. Stéttarfélög í Frakklandi vöruðu Sarkozy við því að reyna að koma umdeildri vinnulöggjöf í gegnum franska þingið án þess að hafa samráð við félagsleg öfl.

Búist er við því að Sarkozy eigi eftir að reyna að gera breytingar á vinnulöggjöf í Frakklandi. Blaðið The Economist fagnaði sigri Sarkozys og sagði líklegt að hann myndi lækka skatta sem og skuldir ríkisins. Engu að síður féllu frönsk hlutabréf lítillega í verði þegar ljóst var að Sarkozy hafði borið sigur úr býtum.

Vefsíða Financial Times skýrir frá þessu í kvöld.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×