Erlent

Trimmaðu skeggið Adolf

Óli Tynes skrifar
Adolf, fyrir og eftir.
Adolf, fyrir og eftir.

Tannbursta-yfirskegg Adolfs Hitlers er líklega best þekkta skegg sögunnar. Til þessa hefur verið talið að hann hafi bara verið að fylgja tískunni. Nú hefur hinsvegar fundist ritgerð sem rithöfundurinn Alexander Moritz Frey skrifaði. Þeir Hitler voru báðir óbreyttir hermenn í þýska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni.

Í ritgerðinni segir Frey frá því þegar hann hitti Hitler fyrst, árið 1915; "Hávaxinn fölleitur maður kom veltandi niður í kjallarann þegar fallbyssuárás kvöldsins byrjaði. Skelfing og bræði brann í augum hans. Hann virtist hávaxinn þá vegna þess hve hann var horaður. Mikið yfirskegg lá yfir ljótri rifunni sem var munnur hans. Hann varð að snyrta það síðar, til þess að koma á sig gasgrímunni."

Þannig var semsagt tannbursta-yfirskegg Hitlers til komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×