Erlent

Morðingja synjað um náðun

Óli Tynes skrifar
Christian Klar.
Christian Klar.

Forseti Þýskalands hefur synjað Christian Clar um náðun. Klar var einn af morðingjum Rauðu herdeildanna svonefndu. Hann var dæmdur í sexfallt lífstíðarfangelsi árið 1983. Rauðu herdeildirnar voru hryðjuverkasamtök sem frömdu mörg ódæðisverk í Þýskalandi á sjöunda áratug síðustu aldar. Christian Klar er nú 54 ára gamall.

Fyrr á þessu ári var öðrum liðsmanni Rauðu herdeildanna sleppt úr fangelsi. Það var Birgitte Monhaupt sem einnig átti í morðum.

Mikil andstaða var við það í Þýskalandi að henni yrði sleppt, og enn meiri andstaða við að Klar fengi náðun. Horst Köhler átti fund með Klar fyrir viku og þótti það benda til þess að hann yrði náðaður. En raunin var semsagt önnur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×