Erlent

Skildi farþegaþotu eftir á akbrautinni

Fjöldi ferðamanna hefur komið að skoða þotuna.
Fjöldi ferðamanna hefur komið að skoða þotuna. MYND/AP

Miklar tafir hafa verið á umferð á einni fjölförnustu götu borgarinnar Mumbai í Indlandi undanfarna daga eftir að eitt stykki farþegaþota var skilin þar eftir. Verið var að flytja þotuna, sem er af gerðinni Boeing 737, á flutningabíl til höfuðborgarinnnar Nýju-Delí. Svo virðist sem bílstjórinn hafi tekið ranga beygju, fest bílinn og því skilið hann eftir á veginum. Sem betur fer var búið að sneiða vængi og stél af þotunni þannig að tafirnar hefðu geta orðið enn meiri. Í nótt var þotan svo flutt af staðnum, ekki er vitað hver þar var að verki eða hvernig hann fór að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×