Erlent

Sjakalinn aftur fyrir rétt

Óli Tynes skrifar
Sjakalinn fyrir rétti í Frakklandi.
Sjakalinn fyrir rétti í Frakklandi.

Hryðjuverkamaðurinn Carlos öðru nafni Sjakalinn verður aftur dreginn fyrir dóm í Frakklandi á næstunni. Í þetta skipti lúta ákærurnar að hryðjuverkum sem hann framdi í landinu á níunda áratugnum. Sjakalinn afplánar þegar lífstíðardóm í fangelsi fyrir ódæðisverk sín. Nafnið fékk hann eftir bók Fredericks Forsythe, Dagur sjakalans.

Hryðjuverkamaðurinn heitir réttu nafni Illich Ramires Sanches og er frá Venesúela. Eftir langan glæpaferil var hann loks handtekinn í Súdan árið 1994 og fluttur til Frakklands. Hann er nú 58 ára gamall.

Í nýju ákærunum er honum gefið að sök að hafa myrt 11 manns og sært yfir eitthundrað, í röð sprengjutilræða í Frakklandi á árunum 1982 og 1983. Mikið eignatjón varð einnig í þessum árásum .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×