Erlent

Rauði dregillinn of stuttur fyrir Elísabet II

Heiðursvörður baksar við rauða dregillin við stigann sem er of lár.
Heiðursvörður baksar við rauða dregillin við stigann sem er of lár. MYND/Gettty

Fyrsta opinbera heimsókn Elísabetar Bretadrottningar til Bandaríkjanna í 16 ár dróst um tæpan hálftíma þar sem rauði dregillinn var fimm metrum of stuttur. Flugvél drottningarinnar lenti í Virginíu ríki á áætluðum tíma í gær. Þá kom í ljós að fimm metra vantaði upp á að dregillinn næði að langanginum.

Heiðursvörðurinn og annað starfsfólk vann að málinu á meðan fimm þúsund manns biðu eftir að bera heiðursgestinn augum.

Ekki skánaði ástandið því svo varð ljóst að stiginn var of lár fyrir vélina.

Fimm þúsund manns höfðu safnast saman til að fagna drottningunni á aðaltorgi Richmond í Virginíu. Þeim var sagt að drottningin hefði lent á flugvellinum, en þurftu að bíða dágóða stund eftir heiðursgestinum.

Breska dagblaðið Sun greinir frá því að hennar hátign hafi verið föst í vélinni í kvalarfullar 20 mínútur á meðan starfsmenn reyndu að koma rauða dreglinum að landganginum.

Til að bæta gráu ofan á svart kom í ljós að stiginn var of lár fyrir vélina. Að sögn fréttastofu Ananova undraðist Filippus maður Elísabetar hvað tæki svo langan tíma og starfsmaður hirðarinnar sást líta á klukkuna í sífellu.

… þar til heiðursverði tókst að leysa vandamálið og drottningin komst loks til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×