Erlent

Forskot Sarko eykst

Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Nicolas Sarkozy aukið forskot sitt á Segolene Royal fyrir síðari umferð frönsku forsetakosninganna sem fram fer á sunnudaginn. Í könnun dagblaðsins Le Monde sem birt var í morgun segjast 53 prósent aðspurðra ætla að kjósa Sarkozy en 47 prósent Royal. Le Figaro metur stöðu Sarkozy enn sterkari, hann fengi 54,4 prósent atkvæða ef kosið yrði nú en Royal 45,5 prósent. Síðasti dagur kosningabaráttunnar er í dag og því má búast við að báðir frambjóðendurnir verði á þeytingi um allt land til að sannfæra sem flesta um ágæti sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×