Erlent

Frambjóðendur repúblikana taka þátt í kappræðum

Frá kappræðunum í gær.
Frá kappræðunum í gær. MYND/AFP

Fyrstu kappræður frambjóðenda repúblikana fóru fram í Bandaríkjunum í gær. Stríðið í Írak og réttindi til fóstureyðingar voru á meðal þeirra efna sem mest var rætt um. Kappræðunum lauk með almennum stuðningi við stríðið í Írak.

Þeir voru á einu máli að heimkvaðning hermanna frá Írak myndi steypa landinu í enn meiri vanda. Rudolph Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York, var sá eini þeirra sem vildi binda rétt til fóstureyðinga í lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×