Erlent

Myndin sem hneykslaði Íran

Óli Tynes skrifar
Forsetinn heilsar gömlu kennslukonunni sinni.
Forsetinn heilsar gömlu kennslukonunni sinni.

Strangtrúaðir í Íran eru í uppnámi vegna þess að forseti landsins Mahmoud Ahmadinejad faðmaði að sér gamla kennslukonu sína og kyssti á hönd hennar. Dagblaðið Hizbolla segir að annað eins hafi ekki sést síðan á dögum keisaratímabilsins.

Forsetinn og gamla kennslukonan hans hittust við athöfn í tilefni af kennaradeginum í Íran. Þau voru bæði sýnilega snortin yfir þessum endurfundi. Hann faðmaði hana að sér og kyssti á hanskaklædda hönd hennar og laut svo niður til þess að hún gæti kysst hann á kollinn.

Hizbolla segir að þetta sé alvarlegasta brot á sharía lögunum sem sést hafi síðan Reza Pahlavi keisari ríkti í Íran. Svona ósiðsemi sé brot á trúarlegum og heilögum gildum. Blaðið bendir á að þessi hegðan komi á sama tíma og hinir trúðuðu séu enn að jafna sig á þeirri furðulegu ákvörðun forsetans að leyfa konum að horfa á fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×