Erlent

Færast nær friðarsamkomulagi

Jónas Haraldsson skrifar
Joseph Kony sést hér með Jan Egeland, sérstökum erindreka Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum.
Joseph Kony sést hér með Jan Egeland, sérstökum erindreka Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum. MYND/AP

Stjórnvöld í Úganda og Uppreisnarher drottins (Lord's Resistance Army) færðust í gærkvöldi einu skrefi nær því að binda endi á tveggja áratuga borgarastyrjöld í landinu. Báðir aðilar skrifuðu þá undir annan hluta friðarsamkomulags en þeir sættust á vopnahlé á síðasta ári.

„Við skrifuðum undir annan hluta samkomulagsins í gærkvöldi." sagði talsmaður stjórnvalda Barihye Ba-Hoku í dag. „Þetta er næsta stig í friðarsamkomulaginu. Núna eigum við eftir að semja um þrjú atriði til viðbótar."

Uppreisnarher drottins hefur barist við stjórnvöld í Úganda síðan árið 1986. Þeir vilja stofna ríki sem að byggir á boðorðunum tíu. Þeir hafa verið sakaðir um mög grimmdarverk. Þeirra á meðal að ræna börnum og gera þau annað hvort að hermönnum eða hórum. Einnig eru þeir sakaðir um að fara í þorp og drepa alla karlmenn og misþyrma konunum. Hópurinn neitar þessum ásökunum. Leiðtogi þeirra, Joseph Kony, segir að þeir hafi aldrei rænt einu einasta barni né nauðgað einni einustu konu. Fáir leggja trúnað á orð hans.

Baráttan á sér stað í norðurhluta Úganda. Í suðurhlutanum er allt með kyrrum kjörum og lítið sem ekkert ber á borgarastyrjöldinni í Norðri í höfuðborginni Kampala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×