Erlent

Hættulegustu öfgasamtök N-Írlands hætta starfsemi

Hættulegustu öfgasamtök mótmælenda á Norður-Írlandi, Ulster Volunteer Force (UVF), hafa tilkynnt að þau muni hætta vopnaðri baráttu. Þau segjast ætla að taka upp baráttu án vopna. „Frá og með tólf á miðnætti, fimmtudaginn 3. maí 2007, munu Ulster Volunteer Force og Red Hand Commando beita sér á friðsaman hátt og taka upp borgaralega starfsemi." sagði í tilkynningu frá þeim í morgun.

Talið er að UVF beri ábyrgð á dauða allt að 540 óbreyttra borgara. Hópurinn sagði að hann hefði hætt að leita nýrra meðlima, herþjálfun væri hætt og að sveitir hans hefðu verið gerðar óvirkar. UVF ber ábyrgð á dauða fleiri en nokkur annar öfgahópur mótmælenda undanfarin 30 ár. Hann sagði að ákvörðunin hefði verið tekin í kjölfar þess að IRA, sem samanstendur af kaþólikkum, hefur hafið afvopnun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×