Erlent

Kosið í Englandi, Skotlandi og Wales

Líklegt þykir að Verkamannaflokkurinn eigi eftir að tapa fylgi í kosningunum í dag.
Líklegt þykir að Verkamannaflokkurinn eigi eftir að tapa fylgi í kosningunum í dag. MYND/AFP
Almenningur í Englandi, Skotlandi og Wales gengur til kosninga í sveitastjórnar- og þingkosningum í dag. Kosið er á flestum stöðum í Bretlandi að undanskildri höfuðborginni, Lundúnum. Alls eru 39 milljón manns með kosningarétt. Búist er við góðu veðri í dag sem gæti aukið kjörsókn.

Í Skotlandi verður kosið um 129 sæti á þinginu og búist er við því að Verkamannaflokkurinn eigi eftir að tapa miklu fylgi. Þetta eru síðustu kosningar sem Tony Blair leiðir flokkinn í. Búist er við fyrstu tölum rétt eftir miðnætti.

Í Wales verður kosið um 60 sæti á þinginu en sveitarstjórnir er ekki kosið um að sinni.

Í Englandi er kosið í 312 kjördæmum. Í sumum þeirra er kosið um þriðjung sæta en í flestum er kosið um öll sæti. Þetta eru stærstu sveitastjórnarkosningar í Englandi og alls eru 10.500 sæti á lausu. Ákveðið hefur verið að fresta talningum í helmingi kjördæma fram á föstudag vegna mikilla fjölda atkvæða sem berast með pósti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×