Erlent

Leiðtogi íslamska ríkisins í Írak allur

Jónas Haraldsson skrifar
Bandarískir hermenn á götum úti í Bagdad.
Bandarískir hermenn á götum úti í Bagdad. MYND/AFP

Bandaríski og íraski herinn hafa fellt leiðtoga íslamska ríkisins í Írak, hryðjuverkahóps með tengsl við al-Kaída. Innanríkisráðherra Íraks skýrði frá þessu í morgun. Hann sagði að leiðtogi hópsins, Abu Omar al-Baghdadi, hefði verið felldur í bardaga norður af Bagdad. Hann neitaði að segja hvenær þetta gerðist en sagði að yfirvöld hefðu lík hans í sinni vörslu.

Talsmaður Bandaríkjahers neitaði að tjá sig um málið en sagði að fréttamannafundur yrði haldinn seinna í dag og að þar yrði tilkynnt um velheppnaða aðgerð gegn al-Kaída.

Þó tók hann fram að fréttamannafundurinn myndi ekki snúast um örlög Abu Ayyub al-Masri, leiðtoga al-Kaída í Írak en íraskir embættismenn segja hann hafa látist í bardögum fyrr í vikunni. Bandaríski herinn hefur ekki viljað staðfesta þær fregnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×