Erlent

Jafnræði í kappræðum

Frá kappræðunum í gær.
Frá kappræðunum í gær. MYND/AFP
Frönsku forsetaframbjóðendurnir Nicolas Sarkozy og Sególene Royal tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Töluverðar tilfinningar voru í spilinu en kappræðurnar eru taldar geta ráðið úrslitum í forsetakosningunum sem fara fram á sunnudaginn kemur.

Royal gagnrýndi frammistöðu Sarkozy, sérstaklega í baráttunni fyrir öryggi og gegn glæpum. Sarkozy sagði tölur sína að glæpatíðni hefði lækkað í tíð hans sem innanríkisráðherra. Þá missti Royal skap sitt er hún talaði um félagsmál.

Engu að síður virðist hvorugt hafa haft sigur í kappræðunum. Þau munu því bæði fylgjast spennt með skoðanakönnunum á næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×