Erlent

Krefjast afsagnar Olmerts

Háttsettur meðlimur í flokki Ehuds Olmerts hefur krafist þess að hann segi af sér. Hann vill meina að landsmenn hafi misst alla trú á honum eftir ófarirnar í stríðinu í Líbanon á síðasta ári. Þingforseti flokks Olmerts, Kadna flokksins, sagði hann skorta lögmæti til þess að stjórna áfram og að hann ætti að segja af sér svo flokkurinn gæti stofnað nýja ríkisstjórn.

Hart hefur verið deilt á Olmert eftir útkomu skýrslu þar sem hann var harðlega gagnrýndur vegna stríðsins í Líbanon á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×