Erlent

Ætla að lýsa verkfall ólöglegt

Námuverkamenn sjást hér mótmæla.
Námuverkamenn sjást hér mótmæla. MYND/AFP

Atvinnumálaráðherra Perú, Susana Pinilla sagði í dag að stjórnvöld þar í landi ætli síðar í vikunni að lýsa verkfall námuverkamanna þar í landi ólöglegt. Hún tók fram að aðeins fimm prósent námuverkamanna hefði tekið þátt í verkfallinu.

„Sem stendur er verkfallið löglegt en þegar að lögbundinn verkfallstími rennur út lýsum við það ólöglegt. Það mun vera á fimmtudaginn kemur." sagði Pinilla á fréttamannafundi. Stuttu áður hafði ráðuneytið gefið frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að þegar verkfallið yrði lýst ólöglegt fengju vinnuveitendur réttindi til þess að reka starfsmenn sem hefðu verið frá vinnu í þrjá daga í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×