Sögulegt samkomulag um flugsamgöngur í höfn 30. apríl 2007 21:26 Frá undirritun samkomulagsins í kvöld. MYND/AFP Bandaríkin og Evrópusambandið skrifuðu í dag undir tímamótasamning í flugmálum. Hann leyfir flugfélögum að fljúga frá hvaða flugvelli sem er í Evrópu til hvaða flugvallar sem er í Bandaríkjunum og öfugt. Engar takmarkanir verða á fjölda flugferða, hvers konar flugvélar verða notaðar eða hvaða leiðir verður flogið. Hingað til hafa flugfélög þurft að glíma við takmarkanir í þessum málum og er búist við því að verð á flugi frá Evrópu til Bandaríkjanna eigi eftir að lækka eitthvað. Jacques Barrot, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði þetta í yfirlýsingu í kvöld. Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur þegar hafið athuganir á flugi frá Dublin, Frankfurt og Barcelona til New York, Dallas og San Francisco. Virgin Atlantic ætlar sér að bæta verulega við sig á þessum leiðum og ætlar sér að hefja flug til Bandaríkjanna frá París, Zurick og fleiri borgum innan nokkurra ára. Þá er búist við því að stóru flugfélögin, British Airways, Air France-KLM og Lufthansa muni stækka net sitt verulega. Sumir hafa þó bent á að nýja samkomulagið muni aðallega hagnast evrópskum flugfélögum þar sem þau bandarísku vilji helst auka við ferðir sínar til núverandi áætlunarstaða. Næst á dagskrá mun vera að ræða eignarhald á flugfélögum og leyfa erlendar fjárfestingar. Bandarískir aðilar hafa reynt að koma í veg fyrir að erlendir aðilar fjárfesti í þarlendum flugfélögum þar sem þau óttast að störf muni tapast. Erlent Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Bandaríkin og Evrópusambandið skrifuðu í dag undir tímamótasamning í flugmálum. Hann leyfir flugfélögum að fljúga frá hvaða flugvelli sem er í Evrópu til hvaða flugvallar sem er í Bandaríkjunum og öfugt. Engar takmarkanir verða á fjölda flugferða, hvers konar flugvélar verða notaðar eða hvaða leiðir verður flogið. Hingað til hafa flugfélög þurft að glíma við takmarkanir í þessum málum og er búist við því að verð á flugi frá Evrópu til Bandaríkjanna eigi eftir að lækka eitthvað. Jacques Barrot, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði þetta í yfirlýsingu í kvöld. Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur þegar hafið athuganir á flugi frá Dublin, Frankfurt og Barcelona til New York, Dallas og San Francisco. Virgin Atlantic ætlar sér að bæta verulega við sig á þessum leiðum og ætlar sér að hefja flug til Bandaríkjanna frá París, Zurick og fleiri borgum innan nokkurra ára. Þá er búist við því að stóru flugfélögin, British Airways, Air France-KLM og Lufthansa muni stækka net sitt verulega. Sumir hafa þó bent á að nýja samkomulagið muni aðallega hagnast evrópskum flugfélögum þar sem þau bandarísku vilji helst auka við ferðir sínar til núverandi áætlunarstaða. Næst á dagskrá mun vera að ræða eignarhald á flugfélögum og leyfa erlendar fjárfestingar. Bandarískir aðilar hafa reynt að koma í veg fyrir að erlendir aðilar fjárfesti í þarlendum flugfélögum þar sem þau óttast að störf muni tapast.
Erlent Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira