Erlent

Wolfowitz ætlar ekki að segja af sér

Paul Wolfowitz, forseti Alþjóðabankans.
Paul Wolfowitz, forseti Alþjóðabankans. MYND/AFP
Paul Wolfowitz, forseti Alþjóðabankans, hefur neitað að segja af sér. Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, lýsti í dag yfir stuðningi við hann.

Wolfowitz, sem er fyrrum aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að ásakanirnar á hendur honum væru í raun ófrægingarherferð. Þá sagði hann ásakanirnar ósanngjarnar og að hann myndi þess vegna ekki segja af sér.

Hneykslið hefur hrist duglega upp í bankanum sem var stofnsettur til þess að aðstoða þróunarþjóðir. Shaha Riza, kærasta Wolfowitz, mun bera vitni fyrir nefnd bankans síðar í kvöld. Wolfowitz er sakaður um að hafa hjálpað henni að fá hærri stöðu og launahækkun á vegum bankans.

Wolfowitz sagði fyrir nefndinni að hann hefði ekki trú á því að afsögn hans myndi nýtast fátæku fólki í þróunarþjóðunum. „Ég hef enga trú á því að afsögn mín muni þjóna hagsmunum þeirra sem fátækir eru en það eru þeir sem eru okkar mikilvægasta umhugsunarefni." sagði Wolfowitz í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×