Erlent

Neitaði að fjalla um forsjárdeilu lesbía

Óli Tynes skrifar
Hæstiréttur neitaði að taka upp forsjárdeilu lesbíanna.
Hæstiréttur neitaði að taka upp forsjárdeilu lesbíanna.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað að taka upp mál tveggja kvenna sem eiga í forræðisdeilu út af barni sem önnur þeirra eignaðist meðan þær voru í lesbískri sambúð. Konurnar bjuggu í Virginíufylki, en fóru til Vermont árið 2000, þar sem þar eru leyfð borgaraleg hjónabönd samkynhneigðra. Árið 2002 var önnur þeirra gervifrjóvguð og eignaðist dóttur.

Ári síðar sótti móðirin um ógildingu hjónabandsins. Hún flutti aftur til Virginíu og sagðist ekki vera lesbísk lengur. Hún sótti jafnframt um að fá ein forræði yfir dóttirinni. Dómstóll í Vermont hefur veitt sambýliskonunni umgengnisrétt til bráðabirgða og úrskurðað að þær hafi verið í löglegu hjónabandi þegar barnið fæddist.

Hjónabönd samkynhneigðra eru ekki leyfð í Virginíu. Dómstólar þar studdu beiðni móðurinnar um að hæstirættur tæki málið fyrir, þar ekki væri hægt að ætlast til að þeir fjölluðu um þær reglur sem giltu í Vermont. Hæstiréttur neitaði hinsvegar að taka málið fyrir. Það var gert á rökstuðnings og enginn dómari mælti gegn þeirri málsmeðferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×