Umdeild kosning til Tyrklandsforseta fyrir dóm Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 30. apríl 2007 11:46 Næstum milljón mótmælendur söfnuðust saman á götum Istanbul. MYND/AFP Umdeilt fyrirkomulag til forsetakosninga í Tyrklandi mun koma til kasta stjórnskipulegs dómstóls í landinu. Fyrirkomulagið er sagt etja veraldarsinnum gegn ráðandi stjórnmálaflokki Íslamista. Rétturinn er nú að skoða málamiðlun frá stjórnarandstöðunni um að hætta við forsetakosninguna. Tyrkneski gjaldmiðillinn hefur fallið vegna ótta um að herinn muni grípa í taumana. Yfirlýsing hersins í þá veru hefur valdið taugatitringi í landinu. Þetta er haft eftir fréttaritara BBC í Tyrklandi á fréttavef þeirra. Hátt í milljón mótmælenda gekk um götur Istanbul í gær gegn vali á utanríkisráðherranum Abdullah Gul sem forsetaefni. Þeir kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar sem þeir óttast leiði þjóðina í átt til íslamskra stjórnarhátta. Forsætisráðherra landsins Recep Tayyip Erdogan tilnefndi Abdullah eftir fjölmenn mótmæli gegn því að hann byði sig sjálfur fram sem forsetaefni. Eiginkona Abdullah gengur með höfuðklút, sem er mjög umdeilt í Tyrklandi. Utanríkisráðherrann segist samt ekki ætla að draga framboð sitt til baka. Forsætisráðherrann mun flytja sjónvarpsávarp til þjóðarinnar vegna málsins seinna í dag. Verði hætt við forsetakosninguna er ljóst að fljótlega verður blásið til alþingiskosninga í landinu. Stjórnin hefur notið stuðnings um þriðjungs landsmanna. Mikil spenna hefur ríkt að undanförnu milli hennar og hers landsins sem sakar stjórnvöld um að vera hliðholl íslömskum öflum í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur meðal annars reynt að fá aflétt banni við því að konur noti höfuðklúta í skólum og opinberum skrifstofum. Erlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Umdeilt fyrirkomulag til forsetakosninga í Tyrklandi mun koma til kasta stjórnskipulegs dómstóls í landinu. Fyrirkomulagið er sagt etja veraldarsinnum gegn ráðandi stjórnmálaflokki Íslamista. Rétturinn er nú að skoða málamiðlun frá stjórnarandstöðunni um að hætta við forsetakosninguna. Tyrkneski gjaldmiðillinn hefur fallið vegna ótta um að herinn muni grípa í taumana. Yfirlýsing hersins í þá veru hefur valdið taugatitringi í landinu. Þetta er haft eftir fréttaritara BBC í Tyrklandi á fréttavef þeirra. Hátt í milljón mótmælenda gekk um götur Istanbul í gær gegn vali á utanríkisráðherranum Abdullah Gul sem forsetaefni. Þeir kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar sem þeir óttast leiði þjóðina í átt til íslamskra stjórnarhátta. Forsætisráðherra landsins Recep Tayyip Erdogan tilnefndi Abdullah eftir fjölmenn mótmæli gegn því að hann byði sig sjálfur fram sem forsetaefni. Eiginkona Abdullah gengur með höfuðklút, sem er mjög umdeilt í Tyrklandi. Utanríkisráðherrann segist samt ekki ætla að draga framboð sitt til baka. Forsætisráðherrann mun flytja sjónvarpsávarp til þjóðarinnar vegna málsins seinna í dag. Verði hætt við forsetakosninguna er ljóst að fljótlega verður blásið til alþingiskosninga í landinu. Stjórnin hefur notið stuðnings um þriðjungs landsmanna. Mikil spenna hefur ríkt að undanförnu milli hennar og hers landsins sem sakar stjórnvöld um að vera hliðholl íslömskum öflum í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur meðal annars reynt að fá aflétt banni við því að konur noti höfuðklúta í skólum og opinberum skrifstofum.
Erlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira