Erlent

Styður Brown til formanns

Guðjón Helgason skrifar

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að styðja Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem næsta leiðtoga Verkamannaflokksins og þar með í embætti forsætisráðherra fram að næstu kosningum. Þetta fullyrðir breska blaðið Sunday Times í morgun.

Blair tilkynnti í september í fyrra að hann ætlaði að víkja úr embætti innan árs en gaf ekki frekari tímasetningu. Breskir miðlar telja líklegt að Blair tilkynni hvenæar hann hætti eftir sveitastjórnarkosningarnar í Bretlandi í vikunni.

Talið er að Blair hafi ákveðið að styðja Brown eftir að David Milliband, umhverfisráðherra, tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir formannsembættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×