Erlent

Pakistan: Ráðherra slasaðist og 28 létust

Einn hinna slösuðu er fluttur á sjúkrahús eftir sprenginguna.
Einn hinna slösuðu er fluttur á sjúkrahús eftir sprenginguna. MYND/Reuters

Innanríkisráðherra Pakistan slasaðist og í það minnsta 28 manns létust í sjálfsmorðsárás í norðvesturhluta Pakistans í dag. 36 aðrir eru slasaðir. Maður með sprengju innanklæða gekk inn á opinberan fund í Charsadda sem er heimabær Aftab Ahmad Khan Sherpao innanríkisráðherra. Sherpao hafði nýlokið ræðu og var að tala við gesti á fundinum þegar öryggisverðir stöðvuðu manninn. Hann lét þá til skarar skríða. Þrír lögreglumenn létust í sprengingunni. Sonur ráðherrans slasaðist einnig. Í viðtali við pakistanska sjónvarpsstöð sagði Sherpao að um hefði verið að ræða tilræði gegn sér. Hann og sonur hans hefðu einungis hlotið minniháttar meiðsl. Einn aðstoðarmanna ráðherrans lést og nokkrir öryggisvarða hans. Læknar í bænum segja fjölda manns vera alvarlega slasaða eftir tilræðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×