Átök í Tallin Guðjón Helgason skrifar 28. apríl 2007 12:15 Allt logaði í óeirðum í Tallin höfuðborg Eistlands í gærkvöldi - annað kvöldið í röð. Deilt er um sovéskt minnismerki sem yfirvöld fjarlægðu úr höfuðborginni í gær en þar hefur það staðið í áratugi. Tíu mótmælendur særðust í átökum við lögreglu í gær og þrjú hundruð úr hópi þeirra voru handteknir. Sú ákvörðun eistneskra stjórnvalda að fjarlægja minnismerki um afrek Rauða hersins í seinni heimsstyrjöldinni hefur vakið mikla reiði hjá þeim þriðjungi Eista sem eru af rússneskum uppruna. Aðrir Eistar telja minnismerkið minna á þá kúgun sem þjóðin hafi mátt þola á meðan Eistland var hluti Sovétríkjanna. Friðsöm mótmæli í fyrrakvöld breyttust í óeirðir þar sem einn lét lífið, tugir særðust og þrjú hundruð voru handteknir. Kveikt var í verslunum og þær rændar og ruplaðar. Í gærdag var svo minnismerkið fjarlægt og flutt á leynilegan stað. Um þúsund mótmælendur komu þá saman í miðborg Tallin og aftur kom til átaka. Tugir særðust þá og margir voru handteknir. Lögregla beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum til að dreifa mannfjöldanum sem svaraði með eldsprengjum. Enn var rænt og ruplað í búðum. Ró hafði færst yfir borgina í morgun en yfirvöld búa sig undir áframhaldandi átök í kvöld. Rússar eru ævareiðir vegna aðgerða eistneskra yfirvalda. Eistar segjast vilja rannsaka líkamsleifar sem hafi hvílt undir minnismerkinu og færa það svo á annan stað. Líklegt er talið að það verði sett í kirkjugarð hersins í Tallin. Erlent Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Allt logaði í óeirðum í Tallin höfuðborg Eistlands í gærkvöldi - annað kvöldið í röð. Deilt er um sovéskt minnismerki sem yfirvöld fjarlægðu úr höfuðborginni í gær en þar hefur það staðið í áratugi. Tíu mótmælendur særðust í átökum við lögreglu í gær og þrjú hundruð úr hópi þeirra voru handteknir. Sú ákvörðun eistneskra stjórnvalda að fjarlægja minnismerki um afrek Rauða hersins í seinni heimsstyrjöldinni hefur vakið mikla reiði hjá þeim þriðjungi Eista sem eru af rússneskum uppruna. Aðrir Eistar telja minnismerkið minna á þá kúgun sem þjóðin hafi mátt þola á meðan Eistland var hluti Sovétríkjanna. Friðsöm mótmæli í fyrrakvöld breyttust í óeirðir þar sem einn lét lífið, tugir særðust og þrjú hundruð voru handteknir. Kveikt var í verslunum og þær rændar og ruplaðar. Í gærdag var svo minnismerkið fjarlægt og flutt á leynilegan stað. Um þúsund mótmælendur komu þá saman í miðborg Tallin og aftur kom til átaka. Tugir særðust þá og margir voru handteknir. Lögregla beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum til að dreifa mannfjöldanum sem svaraði með eldsprengjum. Enn var rænt og ruplað í búðum. Ró hafði færst yfir borgina í morgun en yfirvöld búa sig undir áframhaldandi átök í kvöld. Rússar eru ævareiðir vegna aðgerða eistneskra yfirvalda. Eistar segjast vilja rannsaka líkamsleifar sem hafi hvílt undir minnismerkinu og færa það svo á annan stað. Líklegt er talið að það verði sett í kirkjugarð hersins í Tallin.
Erlent Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira