Erlent

Rostropovich látinn

Óli Tynes skrifar
Mstislav Rostropovich.
Mstislav Rostropovich.

Hinn heimsfrægi sellóleikari og tónskáld Mstislav Rostropovich lést í dag, 80 ára að aldri. Rostropovich var elskaður og dáður fyrir list sína um allan heim. Hann var einnig dáður fyrir hetjulega mannréttindabaráttu sína á tímum Sovétríkjanna.

Kremlverjar sviptu hann þá ríkisborgararétti sínum og hann lifði í útlegð í Bandaríkjunum.

Rostropovich var náinn vinur rithöfundarins Alexanders Solzenitsyn.

Boris Jeltsín, fyrrverandi forseti Rússlands var einnig vinur og aðdáandi tónlistarmannsins, sem stóð við hlið hans þegar hann braut á bak aftur byltingartilraun harðlínumanna í kommúnistaflokknum árið 1991.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×