Erlent

SAS hefur aftur flug

SAS flugfélagið hefur hafið flug að nýju eftir að flugfreyjur þess aflýstu ólöglegu verkfalli sínu. Verkfallið hófst á þriðjudag og setti úr skorðum ferðaáætlanir tugþúsunda manna. Nokkur tími mun líða áður en flugið kemst í eðlilegt horf, þar sem mikið þarf að vinna upp.

Atvinnudómstóll skipaði flugfreyjunum að hefja aftur vinnu síðastliðinn miðvikudag, en þær hunsuðu það. Í gær ákvað flugfélagið að fara í hart og skipaði flugfreyjunum að skila einkennisbúningum sínum. Jafnframt var þeim tilkynnt að ekkert yrði við þær talað fyrr en þær hefðu snúið aftur til vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×